<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, maí 14, 2008

ég geti sagt ykkur eitt. Það var alveg fáránlega gaman á vogi, þvílíki hópurinn. 60 geðsjúklingar á einu svæði, landsliðið í drykkju og dóperýi. Það var hlegið og grenjað, slegist og rifist en kærleikurinn fyrir náunganum réð. Ég hafði það semsagt bara mjög gott þarna og kynntist þessu fínasta fólki þarna sem missteig sig rétt eins og ég. Sumir voru svefnlausir eftir næturnar því það voru 2-4 saman í herbergi og sumir hrutu frekar hátt eins og gengur. Ég slapp ágætlega frá því og ég hrýt ekki. Las bókina
"munkurinn sem seldi sportbílinn sinn" þarna inni og það er alveg hægt að mæla með þeirri bók. Eina sjálfshjálparbókin sem þú þarft að lesa. Manni voru sagðar nokkrar helfyndnar sögur þarna inni, m.a. um gaurinn að norðan sem fór til hjúkkunnar eina nóttina og sagði að hann gæti ekki sofið fyrir hrotum hjá félaga sínum. Hún rétti honum 2 eyrnartappa, hann gleypti þá og svaf eins og engill. Einnig var þarna lesblindur gaur
sem lent hafði í einhverju rugli og aftan á sloppunum sem sumir ganga í stendur "Eign Vogs" en þessi lesblindi gat ekki séð annað útúr þessu en "Engin Von" og held ég að svartsýnin hafi heltekið þann fýrinn mar. Maturinn var góður og meðferðarfulltrúarnir voru snilld. Fyrsta daginn sat ég útí reyk og mér fannst ég finna þessa svaðalegu hasslykt en ég hélt bara að ég væri orðin ruglaður en viti menn, þarna var fullorðinn maður að reykja inni á vogi. Hann var tekin í þvagprufu og svo hent út. Síðasti staður sem mar myndi vera í neyslu á held ég. Svona er þetta gott fólk. Ég fer vestur á staðarfell á föstudaginn og verð þar í 28 days. Flott að fíla sig útí guðsgrænni náttúrunni og vera þannig séð frjáls, allaveganna að komast í göngutúra og solleis. Semsagt mar er að rífa sig upp af rassgatinu og farað gera eitthvað að viti ;) Bd kveður í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?