<$BlogRSDURL$>

föstudagur, febrúar 28, 2003

Ég er komin aftur, Einar Örn, Ekki Sykurmolagaurinn, heldur Einar Örn sem þið þekkið! ;Þ Olræt. Þá er loksins farið að spila lagið mitt á Rás 2, "Lítill strákur", og það sándar bara ágætlega held ég. Baaaara gaman. En ég ætla að rita textan af því lagi, ´hér og nú.. Æji, ég nenni því eilla ekki. hann er alltof langur.. En hann fjallar allavegana um lítinn strák sem fer niðrí bæ að dópa sig með smjörsýru og eikkað solleis, en hann endar vel!! ;) uhmmmm.....Ég er búin að vera undanfarna daga að slægja á Suðureyri, mikið fiskerý þar á bæ þegar gefur.. Best að kíkja yfir á Suðureyri og kýla á öl... Hjá honum Tóta Ripper, sem allir þekkja! ;) Einar has left Bolungarvík!

mánudagur, febrúar 24, 2003

jahá.. Ég horfði á Mullholland drive í gær og hér kemur smá gagnrýni.. Skrítin mynd með meiru. Enda David Lynch leikstjórinn. Ég hefði kannski skilið myndina ef að leikstjórinn hefði horft á hana með mér og útskýrt sum atriðin ;) Og ég mæli ekki með þessari mynd ef að þynnka sé að plaga ykkur, því að mar þarf að fylgjast mjög vel með myndinni. Ég held að kvikmyndagagnrýni sé ekki mín sterkasta hlið eins og þið kannski sjáið ;Þ Ok, ég gef þessari mynd 2 stjörnur af 5 mögulegum. ok....blogga aftur bráðlega

sunnudagur, febrúar 23, 2003

jæja, spilaði í gær á kaffi ísó við frábærar undirtektir þeirra 10 sem voru á staðnum ;þ Ekkert sem kom á óvart, enda Írafár í sjallanum. Fór síðan yfir á Suðureyri og fór í partý. fííínt kvöld. Mikið er gaman að fylgjast með Framsóknarflokknum núna, Halldór og Guðni alveg í essinu sínu að ditsa Samfylkinguna. Ég segi bara eitt,,, þetta á eftir að koma´niður á þeim í kosningunum, það er alveg á hreinu. Og ég segi annað,,, X- við Samfylkinguna! Burt með Dabba ;) ég held að Valdimar vinur minn sé nú ekki ánægður með mig núna :Þ Er að fara að horfa á Mullholland drive með henni Örnu, og ég ætla að koma með dóm um þá mynd á morgun. So, stay tuned!

fimmtudagur, febrúar 20, 2003

Ég held að ég sé heitarí dag en í gær! Jæja elskurnar mínar. Nú vandast málin. Ég er að leita mér að einhverjum sem kann að búa til teiknimyndir á tölvu! ef þið vitið um einhvern, þá vinsamlegast látið mig vita í gestabókinni. Já, gestabókin er til margs nytsamleg. Það er nebbla pæling hjá mér að gera næsta tónlistarmyndband soldið töff, þ.e.a.s. teiknimyndamyndbandamyndband, hehe. eikkað soleis. líst ykkur ekki vel á það! held það nú. Djöfull er nú gaman að vera Íslendingur í dag, allt að ske allstaðar, dópmál hérna fyrir vestan hægri vinstri, tónlistargróskan alveg að springa og allir að meika það! þetta finnst mér alveg frábært. Frábær fréttaflutningur hjá bb, um "fíkniefnahreiðrið" svokallaða. fundust 2 grömm af mariúana! wow, þvílíka dópbælið hehe. Ég held að bb ætti að vara sig á svona fréttaflutningi, því þetta gæti reitt þá menn sem voru viðriðnir þetta mál. Það er bara númer 1.2og3, að passa sig á því hvað mar segir. Held það nú ;) Og löggan! hún ætti nú að fara gera eitthvað að viti, takandi menn hér í Bolungarvík fyrir landabrugg, en þessi maður sem var tekin var bara að brugga fyrir sjálfan sig, æji, mér finnst að það ætti að vera í lagi að brugga nokkra dropa fyrir sjálfan sig,,, EN, ég, Einar Örn, stjórna því miður ekki þessu yndislega landi.. ohhhh. þá yrði allt svo gott ;) hahahahaheheh :þ
Og ég held áfram. Vestfirðingur ársins???? hvaða kjaftæði er það, Hlynur lögga mar! hann er náttla bara með hor niðurá bringu. Mér finnst að ég hefði átt að vera kosinn Vestfirðingur ársins, fyrir að gera ekki löggurnar hérna fyrir vestan atvinnulausar!! :þ Alltaf fjör. Wow, það er naumast að mar er í bloggstuði, og klukkan rétt orðin 11:00. Jæja, ég ætla að hætta núna í bili. Rokkið áfram gott fólk.
Einar Örn Konráðsson Maðurinn sem passar sig alltaf á hvað hann segir :Þ

þriðjudagur, febrúar 18, 2003

ég verð eilla að segja að ég er nú helvíti mikill snillingur! Birgitta vann mar. Mér finnst þetta lag vera fínt. Hún á eftir að gera okkur öll stolt í Lettlandi. Ég held það nebbla! Ég er búin að vera á suðureyri síðan á laugardag. Alltaf fjör á Eyrinni sko! Annars verð ég að spila á kaffi ísó n.k. laugardagskvöld, og það sem er skemmtilegt við það er að írafár verður að spila í sjallanum sama kvöldið. Ég skil ekki hvernig írafár þorir að koma vestur þegar ég er að spila á kaffi ísó! ha!? frekar köld sko.. hehe segi sona. frítt inn hjá mér, baaaara gaman! ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að það séu hreint ekki margir sem lesa bloggið mitt, það skiptir ekki máli. Á meðan þú skoðar þetta áfram þá er þetta í þessu fínasta! ehaggi?!?! Olræt.. ciao my darlings!

laugardagur, febrúar 15, 2003

Núna er laugardagurinn 15 feb, og klukkan er 20:00 að íslenskum tíma. Ég ætla núna að giska á hver vinnur evróvisíónkeppnina, þá íslensku. Birgitta Haukdal vinnur. Ég er ekki að segja að mér finnist lagið sem hún syngur best, heldur tel ég mig vita nokkurnveginn hvernig hin íslenska þjóðarsál virkar! hehe, eð eikkað solleis ;) Sjáum til hvernig nostradamusinn virkar hjá mér!
Fór á kaffi ísó í gær, EDRÚ! hvað er að ske! jaaa, ég var að vinna í rækjunni í morgunn, svaf 3 tíma og svo beint í vinnu. Baaaara gaman. Fínt að fara soldið vel grillaður af svefnleysi í vinnu, því það kemur sko alls ekki niðrá vinnunnni mar, þvert á móti. Ég held að það sé bjór í kveld. ætla samt að poppa og drekka kók yfir evróvisíón keppninni. held að það sé steerkur leikur. en hérna bara,,,, ég blogga í þynnkunni á morgun og hafið það gott þangað til, bless í bili

fimmtudagur, febrúar 13, 2003

djöfull er mar latur við það að blogga. Það er bara svo mikið að gera að ég kemst eilla ekki yfir þetta allt saman. EN, ég ætla að blogga smá núna!
Það nýjasta sem er að frétta af mér er að ég er búin að láta eitt nýtt lag frá mér á rás 2 og það heitir "Lítiil strákur" allir að senda E-mail á rás 2 og byðja um óskalag!! ;) Þetta er eilla smáskífa ef svo má að orði komast. Platan kemur út í mars ef að fjárhagurinn leyfir það.
Hjúskaparmálin hjá mér eru nú helvíti skrautleg þessa dagana, allt að verða vitlaust hérna fyrir vestan mar! ekki orð um það meir ;)
Var að elda áðan pulsur og pasta fyrir mig og Örnu, þvílíkur kokkur er ég. Ég gæti gert naglasúpu úr nagla eða eikkað solleis ;) jæja,, ég bið að heilsa ykkur dúllurnar mínar. Og endlega látið heyra í ykkur í gestabókinni minni, sem að tók mig 3 daga að troða inná þessa framúrskarandi síðu mína. adios

laugardagur, febrúar 01, 2003

fokkin rússadjöflar mar! við áttum þenna leik en þessi svakalegi markmaður át okkur. æji, þetta skiptir engu máli því það er aðeins ein þjóð sem vinnur þessa keppni náttla.
Yfir og út í bili

This page is powered by Blogger. Isn't yours?