<$BlogRSDURL$>

sunnudagur, október 22, 2006

jæja öllsömul.. Sit hérna í "makindum" mínum heima að hlusta á Orion, með Metallica að sjálfsögðu. Er að bíða eftir símtali frá manni sem ég fer með á sjó,,, eitthvað virðist það dragst þetta símtal þannig að auðvitað blogga ég þá bara ;) Búin að skipta um lag og lagið sem ég er að hlusta á núna heitir svo mikið sem "For whom the bell tollzzzz!!!! yeah.. Jammselllíababy. Fuck,, fór í bláa lónið í dag og það var geggjað marrrr.. Hitti bræðurna Egil og Ragga zolberg í fokkins lóninu og sögðu þeir mér að tónleikarnir hjá þeim -kerrang-kvöld... hafi gengið vel.. (nýtt lag -sour girl stp;) Flott hjá þeim í Sign. Ragnar Zolberg er með þeim músíkölsku(stu) mönnum sem ég hef heyrt í enda hefur faðir hans heitinn stýrt honum á rétta braut. Rafn Jónsson var afreksmaður sem ég var það heppinn að fá að kynnast og gleymi ég aldrei þeim stundum. Það er nú þannig. (Feeder... sweet 16) Frekar endasleppt blogg ;) So what,, þetta er víst mitt blogg þannig að ég má nú misnota mér aðstöðuna af og til og skvetta einhverju fokkin shitti í ykkur. Æði..,. ahahha. (Alice in chains- nutshell) Jebb jebb.. Næst á dagskrá hjá fjandans sjálfum mér er ýmislegt. Kóræfingar fyrir jólatónleika þar sem ég flyt 4 frumsamin lög ásamt FS kórnum og gospelkór Kef, sem ég hlakka mikið til að gera. Einnig er ég á leið í upptökur að taka upp 1 stk lag sem ber nafnið "Bergmálið" og verður það líka Re-mixað þannig að rapphundar geta farið að vara sig!!! Voff voff!! Flippið í fyrirrúmi þar. En ég er góður í bili.. Takk fyrir mig.

miðvikudagur, október 18, 2006

Fegurð er frekar afstæð. Hvað hverjum finnst vera fallegt er jafn mismunandi eins og við erum mörg. Svona er hægt að gera í dag... Er þetta fegurð?? ;)


Fyrirsögn í fréttablaðinu: Mótþrói við handtöku verði refsiverður.. Djöfuls hottenfokkentottar þessi lögga. Halda þær að vinna sé bara algerlega slysalaus?? Fréttablaðið greindi frá því í gær að 10-12 lögreglumenn fái bætur úr ríkissjóð vegna meiðsla við störf sín á hverju ári... Er það eitthvað óeðlilegt??? fótboltamenn slasast í vinnu,, byggingarmenn slasast í vinnu, og svo mætti lengi telja áfram. Ekki hlaupa þeir um kærandi fólk. Hættið þessum aumingjaskap og reynið að vinna ykkar vinnu án þess að grenja. Bloggari dauðans.

þriðjudagur, október 17, 2006


Mættur!!!! Fjörug helgi að baki og ekki er útséð hvar ég eyði næstu ;) Kannski fyrir vestan!! Kannski í Keflavík?!?!? En helvíti var gaman um síðustu helgi.. Fór á tónleika á gauknum á föstudagskvöldinu ásamt fríðu föruneyti ;) Á laugardagnumk spilaði ég í breiðholtinu við frábærar undirtektir, (auðvelt að segja það sjálfur ;) og er ég mjög sáttur við það. Ætlaði meirað segja að taka þátt í X-factor á laugardaginn en ég svaf yfir mig (til 4) ;) Fuck it. Annars var hún Elsa Rut frænka mín að fá sér alveg þvílíkt sætan hund og er myndin af honum,,, eða tík.. Held að hún heiti Perla en eg kallana alltaf dúllu því þessi hundur er alger dúlla!!! Sammála??? Eitt að lokum... Einar Kristinn sjávarútvegsráðherran okkar er búina að leyfa hvalveiðar og þakka ég honum það. Það verður að vera jafnvægi á veiðum okkar,, ekki skilja eftir þá stærstu sem éta allt að lokum. Það á að veiða þá og éta þá. Ég elska súran hval! Jæjammm, ég hef ekkert meira að segja þannig að ég segi bara bless!

miðvikudagur, október 11, 2006


lítið að frétta héðan þessa daganna... Einungis leiðinlegt veður og auðvitað er veturinn kominn. Smá heimþrá gerir vart við sig á svona dögum,, væri alveg til í að vera í Bolungarvíkinni að drekka bjór og reykja. Smelli mér vestur fyrr en síðar. Framundan er helgi og hún byrjar á morgun hjá mér en ég verð að spila á "Trix" Kef annaðkvöld og laugardagskvöldinu verður eytt í breiðholtinu en þar spila ég á stað sem heitir "kaffibaráttan" held ég ;) man ekki alveg hvað hann heitir. Skiptir engu helvítis máli svosem. ætti maður að hafa ágætt uppúr því!!! hmmmm. Spilaði á Bifröst fyrir viku og var það bara fínt og lenti ég þar í ýmsum uppákomum eins og t.d. að hitta mína fyrrverandi þar,, eiginlega fyrsta sem ég sá þarna á bifröst ;) Hún var ekki hress...... Allaveganna ekki hress við mig..... Wonder why ;) síðan eftir giggið þá var stelpa þarna inná staðnum í loftköstum því hún grét svo mikið,, ég vissi eiginlega ekkert hvað hafði skeð en hún sagði mér, með ekka, að hún hafi læst sig inná klósetti og ekki getað opnað það og fengið kast... Skil ég það vel því að það eru ansi margir sem þurfa að kljást við innilokunarkennd hérna á fróni,, mér fannst þetta eiginlega bara krúttlegt hvernig hún brást við,, veit ekki af hverju.. Síðan var þarna strákur sem var í loftköstum, grenjandi, en hef ekki hugmynd um út af hverju. Keyrði síðan heim á föstudeginum og þvilíkir helvítis hálfvitar í umferðinni,,, þurfti tvisvar að nauðhemla vegna þess að það var verið að taka framúr á móti mér og stefndu þessir bílar bara beint á mig í mismunandi atvikum samt sem áður.. LAngaði að snúa við og kenna þeim kurteisi, sem ég gerði ekki ;) En semsagt tár, bros og krúttlegheit í kringum mann... Luv it... takk fyrir mig í bili.

þriðjudagur, október 10, 2006


Eru ekki allir til í smá nostalgíu frá hljómsveitinni Pixies??´´ tjekkið á því hér!

mánudagur, október 09, 2006

Eitt drullufyndið hérna fyrir ykkur ;)

Þú veist að það er árið 2006 ef.....

1. Þú ferð í partý og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er af því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta bara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega leist tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á framfæri einhverstaðar. EF þú féllst fyrir þessu ...



Aha ekkert svona ! þú féllst fyrir þessu

fimmtudagur, október 05, 2006


hóhó.. Jæja þá er ég með lag dagsins og myndir dagsins... Lag dagsins að þessu sinn er með hinni fornfrægu hljómsveit "Stone temple pilots" og lagið er "Sour girl". Jamm og myndirnar eru ekki af verri endanum heldur eru þær frá trúbadorahátiðinni á Neskaupsstað 2006 þar sem Bjarni Tryggv og frændi hans Tryggvi litli eru í fantaformi ásamt sjálfum mér frekar klæðalitlum á sumum myndum en ég held að þær myndir hverfi fljótlega þaðan ;) allaveganna eru myndirnar hérna!!.. takk í bili

þriðjudagur, október 03, 2006

Vel undirbúin að opna ORA fiskibolludós ;)

nýkomin heim eftir ferðalag sem var svakalegt. Spilaði á Neskaupsstað á trúbadorahátið sem var alveg meiriháttar.. Allir trúbadorar landsins sem eru að gera eitthvað að viti voru mættir þarna nema Bubbi en hann kvartaði víst yfir bakverk þannig að hann komst ekki.. Síðan fór maður náttla á Seyðisfjörð og chillaði þar í góðu yfirlæti með Tóta Ripper og co. Fiskibollur og bjór var víst yfirskriftin á Seyðisfirði ;) einnig bættist Herbert nokkur Guðmundsson í hópinn og skemmtum við okkur allir helvíti vel. Já, hann Herbert kom heldur betur á óvart skal ég segja ykkur... Núna er bara vinna á morgun og svo bruna ég á Bifröst á fimmtudaginn og tek nokkra vel valda slagara fyrir verðandi lögfræðinga og aðra búmenn. Svínið kveður í bili xxx

This page is powered by Blogger. Isn't yours?