<$BlogRSDURL$>

föstudagur, júlí 28, 2006



6 dagar í þjóðhátíð. I can´t wait. Fyrsta skipti sem ég fer á þjóðhátíð. Vona auðvitað að veðrið verði gott og auðvitað að tónleikarnir verði vel sóttir en ég spila á "Kaffi Maríu" laugard frá 16-18 og sunnudaginn frá 16-18. Kaffi viktor annaðkvöld og diskurinn verður að sjálfsögðu til sölu þar á meðan ég spila frá 22-00. Í kvöld reikna ég með því að slaka bara á og hafa það gott. Vonandi hafið þið það gott líka. bless í bili.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Komin heim eftir fjölbreytt ferðalag. Kom reyndar heim (Reykjavík-Keflavík) á sunnudagskvöldið en ég laggði af stað á miðvikudaginn í síðustu viku í þetta ferðalag. Lunga hátíðin var hressandi og tók Seyðisfjörður mér verulega vel. Þar hitti ég Tóta Ripper og Ívar bróðir hans og svo fleiri og fleiri. Þórir bró var þarna ásamt nokkrum Hornfirskum félögum sem hristu vel upp í liðinu. Losaði mig við helling af geisladiskum, fór á spíttbát á Seyðisfirði sem var þvílíkt fjör og keyrði loks á laugardagsmorgni í átt að Akureyri þar sem ég mætti í brúðkaupsveislu um kvöldið hjá Valdimar Víðissyni og spilaði þar í lok veislunnar fram á nótt. Geeeeeeeeeeeeeggjað! Er þessa stundina að skrifa fleiri diska fyrir komandi gigg. "Kaffi Viktor" laugardagskvöldið næsta. "Kaffi maría" verslunarmannahelgina. Bryggjudagar Þorlákshöfn þar á eftir. Síðan koma fleiri dagssetningar bráðlega. En fyrir alla muni, fylgist með. Einar Örn

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Þá er mar búin að fjölfalda 25 stk sem ég tek með austur af nýjustu afurð minni á tónlistarsviðinu sem ber nafnið "Lognið á undan storminum part 2". Coverið verður tilbúið á morgun og ég er ekkert smá ánægður með það. Blogga næst á Seyðisfirði þar sem L.ung.A er í fullum gangi. Góða nótt.

föstudagur, júlí 14, 2006


Lengi hef ég velt fyrir mér hvers vegna fólk sé í þessu eilífa kapphlaupi við tískuna. Yfirleitt er hún hallærislegri en versti hnakki en samt eltist fólk við þetta og borgar fokkins offjár fyrir. Þetta eilífa "trend" sem svo margir fylgja er bara óþolandi pest. Hún snýst bara í hringi þessi tíska. Hálfvitarnir eruð þið! já fokkns þið. Þið gerið þetta helvítis arti farti pakk ríkt bara til þess að gera sjálfa ykkur hallærisleg. Auðvelt er án efa að gagnrýna þennan viðbjóð sem tískan er en enn auðveldara er að færa rök fyrir skoðun minni. Hún er nefnilega sú að auðvitað á hver og einn að finna sinn eigin stíl í fatnaði, viðmóti og fasi. Ekki láta Ítalska fartíliðið gera ykkur að hálfvitum. Þó svo að þinn stíll sé akkúrat tískan sem er í gangi í dag þá áttu auðvitað ekki að vera labbandi laugaveginn (karlmaður) í þínum innáviðkálfaþröngugallabuxum því þú særir blygðunarkennd svo margs fólks, þar á meðal mína ;) Ég legg til að víst laugarvegurinn er bannaður hundum þá á líka að banna mannhundum sem klæðast stretsbuxum að labba laugarveginn. Af hverju??? Af því að svoleiðis fólk ætti bara að hengja sig og einnig kemur til greina haglabyssuskot í kjaftinn. Þá loks yrði trendið að veruleika ;) Fuck u artífartípakk og hnakkakórdrengir! Bloggari dauðans

Jamm og já. Þá er komið að því gott fólk. Ljóðatími með Einari á þessum fallega föstudegi. Þetta ljóð er um vin. "MAR" Maðurinn hann hefur allt á hornum sér, hann hunsar við valdi og tafli. Auðveldlega rífur hann hausinn af þér, grefur hann niður í skafli. Hann elur sig sjálfan á blindandi þrá, þykist skilja tilveruna. Það máttu svo sannarlega rita og skrá, hann "fann" loks hamingjuna. Einn fagran dag hann mun banka´upp hjá þér og mun spyrja þig hvað er að frétta? svarið er allt gott hvað viltu eilla hér, svipinn þarf ei að árétta. Bak við hann bróðir sem héðan er farinn, styður svo fallega við fýrinn. Í æsku þeir léku sér en við tók mannskarinn, andlega loks slitnaði vírinn. Eftir hann situr með ennið sitt sára, skítblankur aumingja gaurinn. Líf sitt hann reyndi nú loksins að klára, þá loks féll síðasti saurinn.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Ekki veit ég hvað er í gangi með þessa fokkins síðu. Allt draslið er hérna fyrir neðan, helvítis drasl. Held að ég fái mér nýja síðu. Fylgist með. Bloggari dauðans

mánudagur, júlí 10, 2006

Nú fer taugastríðið í gang þetta sumarið. byrjar annaðkvöld þar sem ég spila á Dubliners. 20-21 Júlí verð ég á Lunga, listahátið ungs fólks á austurlandi en þar spila ég á frábærum stað sem heitir "Kaffi Lára" en þar spilaði ég einnig í fyrra, sem var btw ótrúlega skemmtilegt. 22 Júlí spila ég fyrir og samgleðst með honum Valdimar Víðis en hann giftir sig þá á Akureyri. Á verslunarmannahelginnni er það "Kaffi maría" Vestmannaeyjar en ég verð með tvenna tónleika þar. Laugardaginn frá kl 16-18 og sunnudeginum á sama tíma. Verð ég með diskinn minn með í farteskinu og sel stykkið á 1000kall eins og allir diskar eiga að kosta. En takið eftir nöfnunum á stöðunum, bara kvennmannsnöfn???? Lára og María..Falleg nöfn. Jæjamm... ég er allaveganna búin að ausa úr mér í bili. ciao

sunnudagur, júlí 09, 2006

YYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYYHAaaaaaaa!! Ítalía vann og þar með er potturinn minn ;) I fuckin luv it marrrrrrrrrr. Hátíð hjá mér á sunnudegi, gerist ekki betra. Helgin var meiriháttar. Fór á djasshátið, já fokkin djasshátíð í skógum fyrir austan fjall, rokkarinn í djassinum bra! En þar var helvíti skemmtilegt. KK spilaði þar ásamt fríðu föruneyti, Siggi Flosa á saxafón og massívur kontrabassi í gangi. Fór síðan á Selfoss á laugardagskvöldinu en endaði í bústað hjá nokkrum góðum vinum um nóttina þar sem var hlustað og horft á Metallica tónleika alla nóttina, drukkið vel og svo lognaðist mar útaf. Sama og fer að gerast bráðum aftur. Góða fokkins nótt öllsömul! ;)

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Nokkuð erfiður vinnudagur í dag en þannig er það bara, sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Helgin framundan, hefst formlega á morgun og ég er ekki búin að plana neitt þannig séð.... eh... samt held ég að það verði útileiga sem verður fyrir valinu þessa helgina. Besta veðrið verður hérna á suðvestur horninu og þá er bara málið að fara stutt sem btw sparar bensín og getur verið bara jafn skemmtilegt og að fara út í sveit.... hhhheld það nú! Auðvitað verður fylgst með boltanum yfir helgina en þá fara fram eins og þið eigið að vita úrslitaleikirnir í HM. Semsagt argandi gargandi helgi framundan! Skemmtið ykkur veeeeeeel!

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Áfram Ítalía! geggjaður leikur í kvöld, I fuckin luv it. Veðjaði nefnilega á Ítalíu að þeir myndu vinna keppnina. Engin svaka pottur í húfi en allaveganna bjórkassi á kjaft því það voru 3 sem völdu Ítalíu í vinnunni hjá mér. Portúgal-Frakkland á morgun og ég fylgist með þeim leik, þokkalega!"# nóg í bili. bæ ;)

mánudagur, júlí 03, 2006


Jæja. Þá eru úrslitin ljós. Það var einn sem tók þátt og það er því óumdeilanlegur sigurvegari þessarar keppni. Magnus heitir hann og han kommer fra Sverige. Óskum honum til hamingju með sigurinn. Verðlaunin eru eftirfarandi: Ferð með undirrituðum á þjóðhátíð í vestmannaeyjum. Miði í herjólf. Kvöldverður á "Kaffi María" ásamt drykkjum þar sem maðurinn hér við hliðna (takk fyrir myndina Ripper;) mun trylla lýðinn á fimmtudagskvöldinu og laugardaginn einnig. Síðan verður þetta náttla bara endalaust surprise fyrir okkur báða. til hamingju Magnus. Pack your bags! Endum þetta á ljóðinu hans Magnusar. "ar livet ett spel mellan liv och dod?
eller handlar det bara om att mota doden sa fort som mojligt??"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?