<$BlogRSDURL$>

mánudagur, júní 23, 2003

Er núna staddur á select í ártúnshöfða. Upptökurnar á sæluhelgarlaginu hefjast í dag. untill later!!!

mánudagur, júní 09, 2003

Djöfull var gaman í dag í blíðunni.. Fór að spila körfu með honum Helga hérna í Bolungarvík og þvílíkt sem það er gaman að spila körfu í góðu veðri mar. Síðan fór ég heim og eldaði helvíti góðan rétt, með nautastrimlum og solleis.. Ætla ekki að koma með uppskriftina af því hér því hún er svo helvíti flókin að ég man hana ekki einu sinni sjálfur!! Þetta allaveganna bragðaðist vel. Þá eru málin farin að skýrast fyrir sumarið. Þannig er að ég verð lítið á ferðinni hér á landi í sumar, þó eitthvað sona. Verð til dæmis að spila við Reynisvatn (Reykjavík) á næstu helgi í fertugsafmæli þar. Það verður án efa mikið gaman þar. Síðan helgina eftir það, 20-23 júní verð ég í studioi hjá Rabba í Hafnarfirði að taka upp sæluhelgarlagið. "Ó Suðureyri við Súgandafjörð" tralalala. Síðan um miðjan júlí eða eftir sæluhelgina verð ég að spila í Köben, á knæpu við nýhöfn, það verður örugglega skrítið og gaman að spila fyrir dani og ferðalangana sem þar eiga leið hjá. Siggi Björns hefur aðeins aðstoðað mig við að koma þessu í kring. Mar er náttla búin að spila á öllum fjórðungum þessa lands, og sumum oftar en 2svar, þannig að nú eru það útlöndin sem freista. aha!!! Ætli það verði ekki fínt að chilla í köben með Tuborg öl í vinstri og xxxx í þeirri hægri HA??? ;) En eins og ég segi, þá fáið þið!!! já þið, sem lesið þetta,,, alltaf nýjustu fréttirnar af mér, Einari Erni Konráðssyni, því það er ykkur að þakka að þið lesið þetta! .......uhmmmm, æj eikkað solleis mar ;p
Einn brandari að lokum! Matarfíklar og reykingarfólk eru í málaferlum við stærstu fyrirtækin, og fá oftar en ekki fúlgurnar fyrir það, en það sem ég hef verið að spögglera, það er að fara í mál við TUBORG útaf öllum ljótu stelpunum sem ég hef sofið hjá! ;) until later pplz.. seeya

miðvikudagur, júní 04, 2003

Þá er komin miðvikudagur á dagatalið. Ekkert nema gott um það að segja. Önnur glæfraleg djammhelgi framundan. Ótrúlegt hvað það er svakalega mikið um að vera, sjómannahelgin nýafstaðin og hvítasunnuhelgin framundan. Annars var ég að aðstoða hann Tóta Ripper í dag að þrífa húsið sem hann er að fara flytja í. Maður verður eilla að kalla þetta hús höll, því að það rís svo hátt yfir, á Suðureyri. Er nú samt staddur núna í víkinni minni með henni Örnu minni að chilla yfir videoi og gotterýi. Best að halda því áfram pplz! ;)

þriðjudagur, júní 03, 2003

Ég er komin heim! Eftir mikið ferðalag um vestfirði. Fór á ball á Bíldudal á laugardaginn, missti eiginlega af sixties ballinu mar... Þannig er þetta,,, ógeðslega skemmtileg helgi takk fyrir. Og síðan fylgir náttla þetta sorglega með,, eins og flest allir vita þá var Maggi Sjó vinur minn, Drepinn, í reykjavík fyrir ári síðan. Og Gaurarnir sem drápu vin minn fengu 2 og 3 ár? Það er ekki alveg í lagi með íslenskt réttarfar.2 og fokking 3 ár mar!! Það liggur við að þetta sé kvetjandi fyrir framtíðarmorðingja hér á landi... Ég er bara ógeðslega reiður út í þetta kjaftæði. Auðvitað á ekki að leyfa aftökur hér á landi, en það á að loka gaura inni ævilangt fyrir að drepa mann! þokkahelvítislega. Og gaurinn sem drap vin minn, hann var nýbúinn að hálfdrepa annan gaur með því að skalla hann og höfuðkúpubrjóta hann, og hann fékk 3 ár... haaaaaaaaaaaa? ok,, hættum að svekkja okkur yfir þessu kjaftæði. Annars var þetta fín helgi, eins og ég sagði áðan ;) ég og Tóti Ripper, Palli og Stjáni fórum í Tálknó og djömmuðum feitt, nættum á ball á Bíldudal og rokkuðum feitt! Arnar Óðins var góður líka mar! Ég allavegana þakka þér lesari góður fyrir að lesa mína þanka, svona er lífið á Bolungarvík!!!!!!!!!! nei,,,,,, í Bolungarvík mar hehe. blz

This page is powered by Blogger. Isn't yours?