<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Djöfull er maður búin að éta sig í drasl undanfarna daga. Grillmatur dag eftir dag og ekki eru nú grillsósurnar þær hollustu sem mar fær! En ég held að manni veiti ekki af smá fitu milli beins og skinns!!! Síðan er mar náttla með Thule við hönd þegar maður er að stússast í grillinu, til þess að safna smá bumbu ;) Annars er veðrið búið að vera helvíti ágætt hérna á Suðureyri undanfarna daga. Fór í sund í gærkveldi eftir grillið og þar var chillað ásamt henni Örnu minni í dágóða stund, eða þangað til krakkarnir voru farnir að bussla of mikið! Nýtt upplag af "Logninu" er komið í verslanir. Ég og Arna vorum í dag út í garði að klippa niður coverin í diskinn og ég held bara svei mér þá að brennarinn minn sé að fríka út yfir þessum andvökunóttum því hann stoppar ekki frá morgni til morguns. En eins og þið vitið þá er öllu velkomið að skrifa í gestabókina mína sem hann www.baldur.blogspot.com hjálpaði mér að setja inn á þessa framúrskarandi síðu mína. Þessi síða mín drullar yfir allar helstu síður sem eru í gangi í dag....Sjáið t.d. mbl.is ódýr og óvönduð síða!!! Ég skal fara með smá dóm um síðu mína sem birtist á ritskoðun.is "www.einarorn.blogspot.com er dæmigerð síða þar sem forstöðumaður hennar er útlærður tölvunarfræðingur, heyrst hefur líka að sá hinn sami hafi séð um netvæðingu unglingalandsmóts UMFÍ,(www.umfi.is) en þar fara menn fyrir verki sem eru hæfastir hvers tíma"... spáið mar!!! Einar Örn hefur talað út þennan daginn..

mánudagur, júlí 21, 2003

Jæja elskurnar mínar. langt síðan ég hef bloggað fyrir ykkur. Diskurinn "Lognið á undan helvítis storminum" er komin út. Er meira að segja uppseldur, þ.e.a.s. 30 stk eru fokin. Ágætis byrjun að mínu mati. Næsta upplag af honum kemur út von bráðar, hann fæst í Hamraborg, frummynd og sjoppunni á Suðureyri. Hann fæst fyrir 1000kall eins og allir diskar ættu í rauninni að kosta hér á landi. sammála? Audda!! gott

This page is powered by Blogger. Isn't yours?