<$BlogRSDURL$>

föstudagur, maí 30, 2003

Er að hlusta á rás 2 þennan ágæta föstudagsmorgun. Sniglabandið að tralla, algerir snillingar að mínu mati, húmorinn í lagi sko! Annars er eitthvað helvítis kvef að plaga mig, þoli ekki þegar ég er kvefaður!!! Röddin í mér er eins og á 60 ára gömlum kalli mar. Annars er mikið að ske, er að leggja drög að sumarinu, og þar er margt sem kemur á óvart!! Það verður ekki einungis spilað á fróninu sko!! segi ekki meir! Ísland er bara of lítið fyrir jafn frægan mann eins og mig!! hehe. Jæja, ég ætla á ball annaðkvöld með sixties hérna í Bolungarvík. Það verður bara gaman! blogga í þynnkunni á Sunnudaginn. Ég loooofa, þá segi ég ykkur hvernig var á ballinu með Sixties, Þ.e.a.s. ef ég verð ekki læstur í jailinu ;) neinei.. Ég verð stilltur þar eins og endranær

þriðjudagur, maí 27, 2003

Þá er maður komin heim í sæluna aftur. Það gekk ótrúlega vel að spila á Selfossi. Mikið gaman og mikið grín! En það gekk ekki eins vel að spila á Flateyri vegna þess að tækin biluðu á ögurstundu! 'otrúlega óþolandi þega það gerist. Það er bara ekki á allt kosið í þessu lífi gott fólk. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar þreyttur eftir þetta þeysirí um landið, og er eilla bara búin að vera sofandi síðan ég kom heim. Fínt að hlaða batterýin fyrir komandi átök í tónlistarbranzanum! Næst á dagskrá eru upptökurnar á sæluhelgarlaginu, en þær verða von bráðar! keep the faith

miðvikudagur, maí 21, 2003

Þá er maður á leiðinni suður. Verð að spila fimmtud. og föstudagskv. á Hm-kaffi Selfossi. Síðan verð ég í júróstuði á vagninum Flateyri á Laugardagskvöldið! BAaaaaara gaman.

mánudagur, maí 19, 2003

Maðurinn er mættur aftur! Helgin var með eindæmum góð, smá bjór og gaman bara. Arnar Óðins mætti á svæðið og við trölluðum aðeins saman, eins og okkur er einum lagið. Hef voða lítið að segja, þannig að... untill later peplz

föstudagur, maí 16, 2003

hæ. Takk Baldur Smári! Já, það er gaman að vinna svona lagakeppni. Því mar uppsker það sem mar sáir! hell yeah. Núna er eilla pressan að byrja hjá manni, því ég þarf náttla að taka á honum stóra mínum í stúdíóinu,, Og audda lífsmottóið mitt -Gera þetta með stæl, eða sleppa því- Þetta verður rock´n roll lag, sona í anda Rolling stones, Ragga Bjarna og Metallica ;) hahahaha. Ekki slæm blanda það!! Bið að heilsa í bili....

fimmtudagur, maí 15, 2003



Hérna er grein af sudureyri.is
SÆLUHELGARLAG 2003!!!!

skráð : 14.05.03



Þá er búið að velja SÆLUHELGARLAGIÐ í ár. Alls bárust sjö lög í þessa fyrstu keppni. Í dómnefndinni sátu: Pálína Vagnsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Árni Brynjólfsson, Jóhannes Aðalbjörnsson og Sara Sturludóttir, sem átti vinnigslagið í fyrra. Allt voru þetta frambærileg lög sem bárust. En það lag sem flest stig fékk frá dómnefnd var lag frá félögum sem kusu að nefna sig "Bangsi bestaskinn" og "Trölli". Á bak við þá standa þeir Einar Örn Konráðsson sem er laga-og texta höfundur og textann samdi einnig Snorri Sturluson. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum öllum hinum fyrir að taka þátt í keppninni.

Kær kveðja, Mansavinir.




þriðjudagur, maí 13, 2003

jæja já. Er í Bolungarvíkinni núna að taka upp smá tónlist og virða fyrir mér lögin og solleis. Ég verð bara að segja að ég er fæddur snillingur í tónsmíðum, hehe segi sona. Þetta sándar samt ágætlega sona.. Var að frétta það að það er búið að velja sigurlagið í keppninni "Sæluhelgarlag 2003", ég sendi inn eitt lag og fékk til liðs við mig Súgfirðing til að hjálpa mér að spasla saman texta við þetta. Ég held að sú útkoma hafi verið prýðileg... núna er bara að bíða og sjá!! Er orðin hálf fokking svangur, bið að heilsa í bili elsku dúllurassgötin mín!! og hey!! skrifaðu í gestabókina mína! hún er ekkert fokking skraut sko! ;)

mánudagur, maí 12, 2003

Ég er komin aftur með ótæmandi fróðleik um allt og ekkert, aðallega ekkert!! Ég er núna staddur heima hjá kærustunni minni á Suðureyri, henni Örnu Ósk. Alltaf gaman að vera hérna á Suðureyri því veðurblíðan hér er ein sú besta á landinu,, náttla fyrir utan Bolungarvík sko ;) Annars er það að frétta að það er ekkert að frétta.. Kosningarnar á helginni voru svakalegar mar. Helvítis stjórnin hélt velli eina ferðina enn, ótrúlegt hvað Íslendingar eru hræddir við breytingar mar... Það væri náttla gaman að fá vinstri stjórn hérna á Íslandi því það myndi náttla allt keyra um koll hjá Guðmundi Einars og fleiri stórlöxum hér í bæ, það yrði auðvitað bara gaman.. ekki satt!!! En Frjálslyndir gerðu ágætis hluti í kosningunum,, Ég fór á kosningavökuna hjá þeim á Laugardagskvöldið, það var helvítis stuð þar, ég tók lagið þar við ágætis fögnuð þeirra sem voru mættir þar ásamt einum nikkuleikara sem var alveg að fíla lífið þarna hehe. Annars er ég á leiðinni í sund núna, sleykja sólina og hafa það gott. Og ef til vill fær maður sér einn kaldan eftir sundið!! lifið heil!

föstudagur, maí 09, 2003

þá eru 2 lög komin inn á jon.is. það er annars vegar lagið "Lítill strákur" og "Seinna meir" endilega tjekkið á þeim skít ;) Njótið veel...

miðvikudagur, maí 07, 2003

Laust fyrir klukkan fjögur í dag réðu slökkviliðsmenn niðurlögum elds sem kviknað hafði í Hafursey ÍS 600, 6 tonna krókabát sem lá í Suðureyrarhöfn. Slökkviliðið á Suðureyri óskaði eftir aðstoð slökkviliðsins á Ísafirði. Reykkafarar fóru um borð og slökktu eldinn en talið er að kviknað hafi í út frá kabyssu. Mun báturinn vera sviðinn og illa farinn að innan en ytra byrði hans lítur heillega út. Hafursey er í eigu Aksturs og löndunar ehf. sem Magnús Hauksson á Ísafirði veitir forstöðu.
Já gott fólk, þannig hljóðar sú frétt! Og ekki nóg með það, heldur fór vinnan mín þarna líka, því ég hef verið að beita núna í 4 daga vegna hráefnaskorts í flökuninni... story of my life ;) jæja, þíðir lítið að kvarta því það hafa aðrir miklu meiri hagsmunum að gæta en ég í þessu máli... Sá atvinnulausi hefur tjáð sig

föstudagur, maí 02, 2003

What da fuck mar... Steingrímur??



Þú ert Steingrímur J. Sigfússon:

Þú ert sannkallaður
vinstri-víkingur þó að þú tapir þér stundum í mótmælunum. Hjá þér skipta
hugsjónir mestu máli.

Taktu "Hvaða stjórnmálaleiðtogi ert þú?" prófið






Sæl veriði. Langt síðan mar hefur bloggað... hummm. ´Það nýjasta af fréttum héðan frá sjálfum mér er að hljómsveitin sem ég er í "Spark" hún sprakk",,,, nei nei,, við spiluðum á 1.maí dansleik á suðureyri. það var fjör framan-af, en trommarinn var eitthvað hægur, sem getur náttla skeð, Því þetta var fyrsta ballið sem hann spilaði á með okkur, þannig að það er ekki hægt að kenna honum um hvernig fór.. En ég segi eins og alkarnir á vogi,,,, "Fall er fararheill" hehe. eða þannig.. jájá, ég hef verið að handflaka á Ísafirði undanfarin mánuð eða svo, það er bara ágætis vinna, einnig gríp ég í bala þegar maður er ekki blindfullur, ráfandi um götur í leit að næturgistingu,, seeeegi sona. Við í "Spark" verð'um að spila á næstu helgi á vagninum, Flateyri, semsagt á laugardagskvöldið.. Vona að þetta fari nú að smella hjá okkur. Nema hvað!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?