<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, nóvember 27, 2007


Hæ. Ég heiti Einar Örn og ég er fíkill. Ég er að missa tökin á lífinu. Fréttir eru að ræna mig öllu. Fjölskyldunni, vinnunni, vinunum og ástvinum. Án djóks þá er ég að verða fréttasjúkur. Skoða mbl.is 3svar ádag, vísi, bb, vikari, monitor, blöðin öll, alla bæklinga og reikninga, ég er orðin þræll skrifaðs orðs. Síðan skrifa ég um þetta! Haldiði! Ég stelst í tölvuna í vinnunni bara til að fara á mbl.is. Ég fel dagblöðin inní skápum svo engin geti hent þeim eða komist að fíkninni minni og skáparnir eru að verða fullir, ég stroka út internetsöguna á tölvunni minni svo engin sjái hvað ég er djúpt sokkinn og ég fæ í´ann af góðri grein... Hjáááálp! ég er djúpt sokkinn djöfull. Ég er samt með gott ráð við leiðinlegum og þunglyndisvaldandi fréttum, ég les þær ekki. En ég les allar hinar........... Hvað á ég að gera???!?!??!?!?!! hjálp. Bloggari dauðans.

mánudagur, nóvember 26, 2007

Eldamennskan virðist ekki beint liggja vel fyrir blessaða námsmennina uppi á velli, fyrrv. kanavelli. skoðið ÞEssa frétt hjá víkurfréttum. hehe


Ég er glaður á fá þær fregnir að lífæðin fari aftur í loftið í Bolungarvík. Þetta var mikið menningarlegt stökk hérna fyrir 13 árum og á hann Tóti Vagns heiður skilið fyrir þetta þá sem nú. Vonast ég til að ná sendingunum á netinu og fylgjast með víkurunum skemmta sjálfum sér. Sá "Óbeisluð fegurð" í sjónvarpinu í gær og þetta var helvíti fyndið. Nokkrir víkarar þarna sem stóðu sig vel ;) jæja,, vinnan kallar. adio

fimmtudagur, nóvember 22, 2007

´G´ðan daginn. Bloggarinn með ykkur hálf þreyttur og í fríi í dag. Langar að byrja á því að óska Einari Ágústi til hamingju með frábæra plötu, "Það er ekkert víst að það klikki" og það klikkaði ekki. Frábær plata og röddinn hjá Einsa er fkn flott, rámur eins og eftir dýrt viskístaup, tilfinning fylgir, æðruleysið og óstöðuleikinn fara í refskák. Hnakkinn sjálfur eins og sumir myndu segja,,, jebb,,, hnakkinn sjálfur hristir slenið af sér og "feisar" ædolin sín jafnt sem hinn venjulega mann. Góður! ein saga af mér og einsa verður að fylgja þessu mar.......................... neeeeee. Ekki alveg. En ég býð allaveganna góða nótt (dag) ;)

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Sjálfstæðir vesfirðir 2011.
Af hverju ekki? Því ekki að skilja okkur frá þessu kjaftæði?(eftir að göngin m Bolungarv og ísó verða gerð að sjálfsögðu, við eigum þau inni) og farað gera eitthvað að viti. Burtu með helvítis kvótakerfið, burtu með lífsgæðakapphlaupið, inn með fiskinn og inn með hamingjuna ;) Lögleiðum kannabis, bjór í verslanir, harðfiskur á færibandi, hvalkjöt 2svar í viku,,, treystum náunganum! Eigið hagkerfi, vestfirskt blóð skylda nema makar og börn og fáum fólkið aftur heim!
Hættum að kvarta, upp með dínamítið og sprengjum haftið og okkur frá ruglinu . FRAMKVÆMUM! Halelúja

mánudagur, nóvember 19, 2007

Er núna að hlusta á alveg magnað safn af lögum sem hann Gunni Kef kom með til mín í gær.. Allur andskotinn í þessu, coldplay, Sign, Rem, stones og fl. Eina sem vantar eru hátalar við lap-inn þá verð ég sáttur. Vinnudagurinn var ljúfur. Setja upp frysti á skemmtistaðnum Domo dt Rvk. Eitthvað var stöðumælavörðurinn í stuði því það var helvítis sekt á rúðunni hjá mér, get svo ýmindað mér að stöðumælavörðunum hlakki ekkert sérstaklega til hvers vinnudags, lenda örugglega í feitum skít á hverjum degi. Ég henti eitt sinn sekt í andlitið á einum sem var að biðja um það ;) svakalegur! hljómsveitaræfing á fimmtudaginn og spila í gæsun á lau. Einnig er ég og Einar Geir að farað klippa til videoupptöku af svaðalegum skít, án djóks. Auðvitað verðið þið fyrst til að sjá það hérna á síðunni þannig að ég segi bara fylgist með. ciao

sunnudagur, nóvember 18, 2007

hæ.
Jæjam, var að vinna þessa helgi og hún var fjörug. Fínir gaurar sem mar er að vinna með. Sit hérna með vodka og kók í annari og bráðum sígó í hinni sem verður að teljast ágætt. Bjórinn væri betri en ég á hann ekki til þannig að það er bara vodkinn sem fær að tala í kvöld. ágætis skítur svosem, smirnoff... Búið að bjóða mér í hljómsveit og ég var meira en til í það skal ég segja ykkur. Þarf að brjóta þetta trúbador-munstur upp. Það eru vinnufélagar mínir sem eru á bak við það. Öflugir gaurar í bransanum. Stefnan verður ROKK. Ekkert vælu eða
síðskeggjarokk heldur bara eðlilegt rokk ;) Hvað er eðlilegt rokk? Jú auðvitað bönd eins og Metallica og Sepultura sem spila rokk eins og það á að vera. (Þarf ekki að segja "að mínu mati" því þetta er jú mitt blogg, þ.e.a.s. bloggara dauðans shit). Kominn með niðrí kok á þessum falshettupoppurum mar. (2 glas) vá búin að blogga síðan 2002 og enn með sömu síðuna. geri aðrir betur (verr) Þetta er svona og verður svona ;) Takk í bili.
ps.... ég er ekki hestamaður!

föstudagur, nóvember 16, 2007

Verð að segja ykkur eitt.. Ég sit alltaf fastur við imbann á föstudagseftirmiðdögum en þá er þátturinn "Seventh heaven" en það er Aaron Spelling sem skrifar þessa þætti. Frábærir í alla staði og tilfinningin!!!!!!!! og draman!!!!!!! totally elska þennan skít. Þetta er svona "húsið á sléttunni" okkar tíma.... Finnst ykkur hann ekki frábær?

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

hey hó... Naflakusk...
já naflakusk er umræðan í kvöld.. Man að ég heyrði einhverntímann að einhver sérvitringur gerði ýtarlega rannsókn á þessu fyrirbæri.. og ég er búin að gera það líka ósjálfrátt.. það er nebbbla málið að ég hef átt við þetta mikla fyribæri að "stríða",, yfirleitt blátt naflakusk sem orsakast af litnum á bolnum sem mar er í ennnnnn.... rakaði á mér bumbuna fyrir c.a. mánuði síðan og viti menn, þá hætti þetta að koma. Semsagt niðurstaðan er sú að naflakusk orsakast af hárum sem leiða kuskið að naflanum og þar verður svona lítill sætur hnoðri til... Ef hárið er rakað þá hættir þetta að gerast, alaveganna í mínu tilfelli. Endilega segið mér sögu af naflakuskinu ykkar ;) Kv. Nafli dauðans!

sunnudagur, nóvember 11, 2007

jebbs.. nýtt lag. lítil vísa. í "my shit" endilega tjekkið á því. Örn Árnason tók upp.
"Lítil vísa"


Já, þó að lífið komi á óvart,
er ég uppfullur af mótefni,
já þó að allt virðist kolsvart,
allt komið í óefni.

Þá er hér lítil vísa,
sem virðist frekar dökk.
samt mun sál þína lýsa,
á eftir berðu mér þökk.

Enginn getur stjórnað þér,
engin á rétt á því,
engin getur úr þínum augum séð,
enginn kemst í frí, enginn kemst frí, enginn kemst í frí...chorus

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Ertu skarpari en skóólakrakki?? djöfull fær mar þetta á heilann! andskotans.. jæja, byrjaði vikuna á nýrri vinnu og líst djöfulli vel á´ana. Alkul heitir fyrirtækið og þar blandast saman ýmsar iðngreinar, en þeir sérhæfa sig eins og nafnið gefur til kynna í klælitækni, sem er áhugaverður andskoti. Goodbye ósonlag... strax vinnupartý en það er á morgun og viti menn, það er annarhver maður í fyritækinu í músík og ég er komin í bandið þeirra sem skemmtir á morgun, alger snilld verð ég að segja. Best að fá sér síld og egg og henda sér í háttinn. Þangað til næst. bless

mánudagur, nóvember 05, 2007


Gleðileg jól! haha. Víst að jólavörurnar eru komnar í búðir þá kem ég með eitt jólalag beint úr ofninum, alveg helvandað shitt,,,, ekki alveg en jólaandinn svýfur yfir vötnum í þessu lagi mínu ;) Vona að þetta takist.. Þetta er lagið "Jólatól" en var áður hringvöðvalagið. í miðjum klíðum þegar ég var að syngja þetta inn þá hringdi síminn og það var hann Tóti Ripper á hinni línunni og ég leyfði honum bara að hlusta á gaulið og síðan heyriði í honum þegar lagið er búið og hans álit á mér ;) hehehe.,...
-Hérna- er jólatólið og hér er textinn. tjekkið á þessu helvítis kjaftæði......


"Jólatól"
Hann jolli kallinn er sprellgosi mikill,
tók hring á mömmu rétt fyrir síðustu jól.
Hann treður sér inn enda skorssteinsfíkill,
og gefur öllum frábær kynlífstól.

Mér langar að troða blablabla....

Nafnið mitt er jólasveinn,
ég er langt frá því að vera hreinn sveinn,
ávallt er hann stýfur og þráðbeinn,
þessvegna er ég svona sjaldan aleinn...

mér langar að troða... la
lalla ;)

Er HJÁLMAR besta íslenska hljómsveitin í dag? Hún fær mitt atkvæði

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Bloggari dauðans býður góðan dag á þessum ágæta sunnudegi. Mál málanna, vikunnar sem er að líða er án efa þegar Hell´s Angels mönnum og konum þeirra var meinaður aðgangur að okkar fallega fróni. Helvítis kjaftæði að sjálfsögðu. Ekki er skoðaður sakaferillinn hjá pólverjunum sem flykkjast hingað í gámaförmum til landsins. Nei, en þegar menn eru e.t.v. breiðir ásýndar, síðhærðir eða snoðaðir og bera vesti ákveðins mótorhjólaklubbs þá verður allt vitlaust og tugir lögregluþjóna vakta leifsstöð. Eru löggurnar alveg að skíta á sig þegar 12 hells´ angels meðlimir koma? ég meina þurfa að vera 3 lögregluþjónar á hvern og einn meðlim hells angels sem koma hérna friðsamlega? hvernig væri að skíta á sig einhversstaðar annarstaðar? Fullt af stöðum í boði.. Það er misjafn sauður í hverju fé eins og gengur og gerist og ég veit fyrir víst að nokkrar löggur, starfandi löggur hafa átt við ýmsan vanda að stríða, ofbeldi, fíkniefni og fl. Það má segja að þar hafi skrattinn mætt ömmu sinni í einhverju tilviki. Bloggari dauðans vill hafa jafnt yfir alla. Víst að Hell´s Angels mönnum er bannað að koma hingað þá vil ég að tjekkað sé á öllum, væntanlega! Hvort menn séu í samtökum eður ei. Ég vill enda þetta blogg mitt á línum þar sem fáfnismaður kom með fyrripart og ég seinnipart.
Englarnir svífa þeir vilja engin læti, við hliðina á guði þar fá þeir sér sæti.

laugardagur, nóvember 03, 2007

Fuuuck hvað leikurinn áðan var roooosalegur. Arsenal-ManU. jafntefli 2-2 og ég held að þetta hafi verið einn svakalegasti leikur semég hef séð í langan tíma.. Mínir menn ARSENAL voru góðir og united spilaði einnig vel en ég hefði viljað sjá mína menn vinna, en þeir gera það bara næst... ssssshitttttt. jæja,, plan í dag er að smella sér í kolaportið og sjoppa plaggöt og ramma og hengja upp hérna heima,, Rokk og ról er þemað. nema hvað. Best að leggjaf stað!

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Góðan daginn. Nývaknaður og allur að lagast en ég er með bakflæði, allaveganna sagði læknirinn það og þarf ég að gleypa einhverjar pillur en þetta á allt að lagast sagði hann. Byrjaði daginn á að lesa 24 stundir og svo fréttablaðið loksins þegar það kemur og það var að ýmsu að taka. Menn að missa vatnið yfir mugison. Held að þessum gagnrýnanda langi uppá´ann svei mér þá ;) En glæsilegur árangur hjá vestfirðingnum smáa. Svo var farið og fengið sér samloku og hún var alveg að virka með kókómaltinu sko. Skil ykkur alveg að þessi lög mín hérna í mínum skít, að það sé soldið erfitt að spila þau því ég kann það varla sjálfur, held samt að þau virki í I-tunes. Bara prufa sig áfram í þessu þá gerist allt. Grúví skítur. jæja. fínt í bili. addiosssss

This page is powered by Blogger. Isn't yours?