<$BlogRSDURL$>

laugardagur, maí 26, 2007

Daginn! Sumarið er komið og grundirnar gróa svo sannarlega hérna í Kef. Fólk búið að slá grasið, sumir 2svar og lyktin er geggjuð, sannkölluð sumarlykt íloftinu. Nývaknaður með instant kaffi og bara nokkuð brattur á því. Löng helgi en ég ætla svosem ekkert að gera neitt merkilegt yfir þessa helgi. Auðvitað fær mar sér í glas í kvöld en alls óráðið hvað mar gerir. Já hún Elsa Rut frænka mín lenti heldur betur í góðu geimi fyrir viku síðan en hún var dregin út í leik á byr.is en verðlaunin voru flug til Tokyo á frumsyningu nýjustu pirates of the carrabean myndina, hvorki meira né minna en 15 tíma flug frá Köben,, wow.. Hún sagði að myndin hefði ekkert verið neitt spes og Taílendingarnir þarna hafi verið frekar einsleitir, allir í eins jakkafötum og ekkert nema sushi og ekki neins staðar hægt að kaupa nammi. þvílíka þjóðin mar.. En hún sagði aðþetta hafi verið upplifun dauðans og hótelið hafi verið fínt. Ég persónulega fíla ekki neina af þessum pirates myndum, ekki minn smekkur. Er búin að liggja yfir simpsons síðustu daga, snilldar þættir oft á tíðum. En ég ætla að farað surfa aðeins á netinu,,, ciao!

fimmtudagur, maí 17, 2007

"Nú er törn fyrir Einar Örn" sagði hann Lalli Ben oft við mig í beitningarskúrnum hjá Þóa í Víkinni forðum og þannig er það núna. Brjálað að gera í rafmagninu hérna í Kef. Erum að vinna í nýjum bar á fríhafnarsvæðinu Leifsstöð. Ég kann vel við mig á öllum börum þannig að ég er á réttum stað. Öryggisgæslan þarna er soldill kleppur en hún sleppur. jebb, frí í dag eins vonandi hjá þér líka og ætla ég að gera eitthvað sniðugt. Best að fá sér að éta og eitthvað.. Bloggari dauðans kveður.... í bili

laugardagur, maí 12, 2007

Gott kveld. Fokkin kosningarnar á morgun (í dag) og ég að hlusta á pink floyd ( comfortably numb) sem ég er reyndar gagnvart þessum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er við lýði á okkar fagra fróni og hann spilar svo sannarlega sínum trompum út fyrir þessar kosningar,,, eftirlitsflugvél á einu fati, mílljónir í nýtt háskólasetur í Keflavík og því fylgdu atvinnuauglýsingar í nýjasta hefti víkurfrétta þar sem auglýst var eftir fjármálastjóra, bókasafns- og upplýsingafræðingi og námsráðgjafa. Allar þessar stöður eru fyrir háskólagengið fólk... Guði sé lof fyrir háskólagengið fólk því það jú hugsar fyrir okkur hina... Hver erum við hin?? kjósum við samfylkinguna?? FUCK NO. Sjálstæðisflokkin? FUCK ?????? Þar liggur nefnilega knífurinn í knéskelinni. Við erum orðin það heilaþvegin að við höldum að hlutirnir eiga bara aðvera svona... td. Afi gamli á °svo fallegan bát að það er engu "sjó"lagi líkt, hann er búin með sinn kvóta þannig að hann verður bara að hætta þetta kvótaárið þó svo að bróðir minn hafi túrað með honum sl. sumar og þó að hann hafi viljað,, þá eru bara þessi 55 tonn sem að hann átti af þorski uppurin og hann getur þábara slakað á???????? hann á þessi tonn en hver seldi honum þau? til þess að koma honum í "skorið við nögl" fíkilsstöðu? Jú stjórnin sem ljósmæðraði okkur með einoki á afurðum þessa lands. Ég er íslendingur og Ísland er fyrir Íslendinga, ég vill veiða en útaf sjóveiki, lélegu lánstrausti og hræðilegri stjórn get ég það ekki. Leyfum allaveganna þeim sem ungir eru og þeim eldri sem sóttu sjó í blíðu og stríðu að stunda sitt fag, á trillum sínum KVÓTALAUST! (5t og undir á færum)burt séð frá oki hákarlanna, þótt þeir bragðist vel... Eigi vil ég enda með flokksbundinn hákarl fastan í kokinu á mér, Nei, ég vill enda á því að sjá unga brosa og gamla fella tár... tár sem framkallar gleði, gleði og aftur gleði. Ekki græðgi! (X-d) (X-B) Fuck You! Ég segi XF. Why not.

fimmtudagur, maí 03, 2007


Góðan daginn.. Eins og þið sjáið þá er ég búin að skipta um könnun... <------ og mynd. Síðasta könnunin var "Ertu fáviti?" og viti menn, ég á dyggasta hóp fávita sem um getur hér á Íslandi enda sækjast sér um líkir ;) niðurstaðan var að 94 sögðu já og 60 nei.. I love you! Jæja, þá er ekkert annað að gera heldur en að kjósa! Koma svooo

miðvikudagur, maí 02, 2007

Ég held svei mér þá að ég hafi fermst ásamt fríðum hópi þennan dag, 2 maí, fyrir "nokkrum" árum síðan.. Mig minnir það. allar ábendingar vel þegnar

þriðjudagur, maí 01, 2007


Bloggari dauðans, dagsins, vikunnar, ársins og aldarinnar mættur! Sælar! Vil byrja á því að óska Liverpool aðdáendum innilega til hamingju með sigurinn á Chelsea, fuck yeah! ;) Lítið að frétta héðan úr Kef, er að standa í flutningum og tek þeim náttúrulega með stóískri ró eins og maðurinn sagði. Maður verður að gefa sér tíma í að gera ekki neitt líka.... 1 maí í dag og vil ég óska öllu eðlilegu launafólki til hamingju með daginn, ekki þér Bjarni Ármannson. Verkafólkið (eldri borgarar)okkar byggði þetta land upp og síðan taka menn eins og Bjarni við því og ganga í burtu með milljarð og hvaðan haldiði að þeir peningar komi?? Ég veit það ekki sjálfur en það er skítalykt af þessu helvíti. össs. Best að drulla sér að flytja drasl og hafið það gott í bili.. bloggari dauðans kveður.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?