<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, nóvember 27, 2008


þriðjudagur, nóvember 25, 2008

Gott kvöld kæra fólk. Vá hvað er langt síðan ég bloggaði eitthvað.. shjæse mar. Búið að vera so ógisslega mikið að gera sko!!!!!! ;) Já, það gengur bara allt vel hérna fyrir sunnan og fokkfínt að vera hérna uppá keilissvæðinu og sonna. Allir byrjaðir að skreyta hérna í kring og það fer að líða að því að mar geri það sama. Þarf líka að farað henda upp einhverjum helvitis gardínum hérna en við höfum ekki komist í það undanfarið. Því verður reddað! (eins og maðurinnn sagði). Síðasti kennsludagurinn á þessari önn er á föstudaginn og svo eru það prófin, úúúúúú. Þetta hefur gengið mjög vel hjá mér. Ég hef ekki fallið í neinu hingað til og ætla ekkert að farað byrja á því helvíti heldur. Er samt voða latur að opna bók að sjálfsdáðum en ég geri nú yfirleitt þau verkefni sem mar þarf að gera skilru. Daníel Rafn er farin að skríða og standa upp við sófa sem er alger snilld. Hann bablar og bablar og er alltaf að segja "mamma" og "ka" sem er held ég "hvað", æj hann er svo mikið krútt að mar getur ekki hætt að knúsann. Hann er að verða eins árs eftir 2 vikur mar, spáið í því. Við ætlum að halda rosa veislu fyrir snáðann og bjóða fullt af fólki til okkar í kökur og heita rétti sem verður alger snilld. Afmæliskakan verur með einu kerti sem verður svaka krúttleg. Já ég er alveg að missa mig í þessu pabbahjalii mar.. Það er fínt og nauðsynlegt. Ohh hvað ég sakna vesfjarðanna mar,, var að spá í að kíkja vestur um jólin en ég veit ekki hvort ég komist. Kemur í ljós. Já ég er alltaf í gyminu að lyfta og verð að segja aðð ég hef ekki verið í svona góðu formi síðan á íþróttarhátíðinni í Bolungarvík ´95, drullufínt. Annars segi ég bara bless og hafið það gott!

þriðjudagur, nóvember 11, 2008


laugardagur, október 25, 2008

Þetta er náttúrulega bara ótrúlega heimskulega fyndið. Þið verðið að sjá þetta ;) minnir mann óneitanlega á atburð sem skeði í víkinni við flotbryggjuna hér um árið


föstudagur, október 24, 2008

Nýtt lag "gengur ekki neitt" demo..


fimmtudagur, október 23, 2008

Sælir/ar. Komið miðannarfrí en það þýðir að ég er í fríi á morgun og mánudag. Kærkomið frí og hefði verið fínt að smella sér vestur en ég fattaði þetta frí aðeins of seint þannig að það er bara Kef í öllu sínu veldi. Gengið mjög vel í skólanum og náð öllum prófum hingað til, meirað segja stærðfræði en ég hef fokking dúxað í stærfræðinni miðað við fyrri tilraunir. Búin að kára einn áfanga sem ég tók í kvöldskóla en það er tnt102 (tölvur og net)en hann var ekki kenndur í grunndeild raf þegar ég tók hana hérna í den sko ;) Bara mjög skemmtilegt í þessum skóla og get ekki kvartað yfir neinu. Mitt aðaláhugamál síðustu vikurnar er líkamsrækt. Er komin í fantagott form og hef nærri endalausa orku, líkamlega og andlega til þess að takast á við tilveruna. Tónlistin er einnig stórt áhugamál en er í salti eins og stendur enda nóg annað að gera. Daníel litli prinsinn minn er alveg rosa hress, komin með 4 tennur og alles... Er núna eitthvað að kvarta við mömmu sína, held að hann sé orðin þyrstur kasski ;) Fokkin love it mar. Jæja, segið mér eitthvað skemmtilegt, eitthvað fáránlegt, fyndið eða bæði. Kv. Eö

fimmtudagur, október 09, 2008


Spáum aðeins í hagfræði


Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.??Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.??Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.??Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því. ??Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna!


Vf.is

This page is powered by Blogger. Isn't yours?